Tveir Íslandsmeistaratitlar hjá GA í hús um helgina

mynd/golf.is
mynd/golf.is

Annað árið í röð tryggðu Bryndís Eva Ágústsdóttir og Veigar Heiðarsson sér Íslandsmeistaratitil unglinga, Bryndís í flokki 15-16 ára og Veigar í flokki 17-18 ára en keppt var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um síðastliðna helgi.

Í flokki 12 ára og yngri og 13-14 ára var keppt á Nesvellinum á Seltjarnarnesi og átti GA 8 keppendur þar. 

Í flokki 12 ára og yngri stúlkna var Embla Sigrún Arnsteinsdóttir eini keppandi GA og endaði hún í 7. sæti á 169 höggum (59-55-55). Í flokki 12 ára og yngri drengja voru þeir Kristófer Áki Aðalsteinsson, Bjarki Þór Elíasson og Jóakim Elvin Sigvaldason á meðal keppandi og endaði Kristófer Áki þeirra efstur í 5. sæti á 135 höggum (39-45-51), Bjarki í 12. sæti á 140 höggum (47-48-45) og Jóakim í 26. sæti á 156 höggum (56-51-49), flott mót hjá yngstu keppendum okkar.

Í flokki 13-14 ára drengja voru fjórir keppendur frá GA, Arnar Freyr Viðarsson, Ágúst Már Þorvaldsson, Baldur Sam Harley og Egill Örn Jónsson.
4.sæti: Ágúst Már Þorvaldsson 220 högg (70-76-74)
11.sæti: Egill Örn Jónsson 230 högg (74-77-79)
14.sæti: Baldur Sam Harley 238 högg (78-81-79)
16.sæti: Arnar Freyr Viðarsson 241 högg (76-82-83)

Í flokki 15-16 ára pilta voru þeir Finnur Bessi Finnsson og Patrekur Máni Ævarsson að keppa og endaði Finnur Bessi í 15. sæti á 255 höggum (87-87-81) en Patrekur Máni komst ekki í gegnum niðurskurð og lék hringina tvo á 175 höggum (83-92). 

GA átti þrjár stelpur í flokki 15-16 ára, þær Bryndísi Evu Ágústsdóttir, Björk Hannesdóttir og Lilju Maren Jónsdóttir. Bryndís Eva spilaði stórglæsilegt golf og vann mótið með fjórum höggum en hún spilaði hringina þrjá á 222 höggum eða 9 höggum yfir pari (77-67-78). Frábærlega gert hjá Bryndísi sem var að verða Íslandsmeistari unglinga annað árið í röð en stórglæsilegur annar hringur á fjórum höggum undir pari skóp þennan sigur. Bryndís fékk fimm fugla í röð á þeim hring og alls 7 fugla! Lilja Maren endaði í 5.sæti á 241 höggi (77-83-81) en Björk rétt missti af niðurskurðinum á 91-86. 

Í flokki 17-18 ára pilta átti GA fjóra keppendur, þá Ólaf Kristinn Sveinsson, Ragnar Orra Jónsson, Val Snæ Guðmundsson og Veigar Heiðarsson. Veigar sigraði með yfirburðum á samtals 7 höggum undir pari vallarins. Veigar spilaði gríðarlega gott golf alla dagana 68-70-68 og endaði með sjö högga forustu á næsta mann sem var GA pilturinn Valur Snær sem lék hringina þrjá á pari vallarins 68-70-75. Veigar og Valur voru jafnir fyrir lokadaginn og þegar níu holur voru eftir átti Valur eitt högg á Veigar en með seiglu náði Veigar að spila síðustu 9 holurnar á fjórum höggum undir pari og tryggja sér annan titilinn í röð. Ragnar Orri endaði í 8.sæti á 237 höggum (83-77-77) og Ólafur Kristinn í 17.sæti á 246 höggum (83-78-85).

Frábær helgi hjá krökkunum okkar og óskum við þeim Bryndísi og Veigari innilega til hamingju með titilinn og Val Snæ með silfrið. Áfram GA.