Á föstudaginn er komið að Herramóti RUB23, veðurspáin er frábær og hvetjum við alla karlmenn að skrá sig í þetta flotta mót.
Hið stórskemmtilega Herramót Rub23 verður haldið föstudaginn 15 júlí. Glæsilegir vinningar í boði fyrir þrjú efstu sætin, bæði í punktakeppni og í höggleik. Einnig eru verðlaun fyrir næstur holu á par þrjú holum vallarins. Best klæddi kylfingurinn verður að sjálfsögðu valinn og einnig fá allir þáttakendur teiggjöf frá Rub23. Vinsamlegast athugið að ræst er samtímis af öllum teigum og hefst mótið kl. 17:30. Mæting kl. 17:00. Skráningin á netinu er því einungis til þess að hægt sé að raða sér saman í holl. Að leik loknum verður verðlaunaafhending og veisla í boði Rub23 þar sem einnig verður dregið úr skorkortum. Aldurtakmark er 18 ára og kostar 4.500kr í mótið.
Á sunnudaginn er síðan komið að SKÍ Open, Texasmóti sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ára.
Skíðasamband Íslands stendur fyrir glæsilegu golfmóti þann 17. júlí að Jaðri hjá Golfklúbbi Akureyrar og verður leikfyrirkomulagið Texas Scramble. Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5. Mótið er styrktarmót fyrir landsliðsfólk Íslands á skíðum og mun ágóðinn af mótinu renna óskiptur til þeirra.
Verðlaun fyrir fimm efstu liðin:
1.sæti - 2x 100.000kr gjafabréf frá Icelandair
2.sæti - 2x 50.000kr gjafabréf frá 66°N
3.sæti - 2x 30.000kr gjafabréf frá 66°N
4.sæti - 2x Dolce Gusto Circolo kaffivél
5.sæti - 2x 15.000kr gjafabréf frá 66°N
Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum
Lengsta teighögg á 6.holu
Dregið verður úr skorkortum
Við hvetjum alla kylfinga sem hafa tök á að skrá sig og taka þátt í þessum flottu mótum.