Oddur Valsson úr GA er í unglingalandsliðshópnum
sem fer til Spánar nú í lok janúar
Tuttugu manna hópur leggur af stað í æfingaferð á morgun til Costa Ballena á Spáni. Aðstaðan á Costa
Ballena vellinum er til fyrirmyndar og fer þar fram árlega úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina. Völlurinn státar af 27 holum sem
skiptast í þrjár níu holu hringi auk þess er glæsilegur par 3 holu völlur á staðnum.
Æft verður á morgnanna og spilað eftir hádegi. Æfingarnar eru settar upp þannig að farið er í öll helstu
atrið leiksins, s.b. leiktækni, leikskilning, vanaferli og skipulag. Auk þess fá krakkarnir frábært tækifæri til að fínpússa
tæknina og auka öryggið í sínum leik. Hópurinn kemur heim þann 5. febrúar.
Frétt af www.golf.is