Unglingalandsmót íslands hófst í gær með keppni í golfi á Jaðri og spiluðu krakkarnir við frábærar aðstæður í sól og blíðu.
Okkar krakkar í GA stóðu sig virkilega vel, bést lék Kristján Benedikt sem kom inn á 68 höggum eða þremur undir pari. Lárus Ingi og Andrea Ýr leiða einnig sína flokka.
Kristján Benedikt spilaði stórgott golf eins og fyrr sagði og kom inn á 68 höggum og gerði engin mistök, fékk 15 pör og þrjá fugla.
Vallarmetið af gulum teigum er 67 högg sem Kristján setti 1. júlí siðastliðinn og var hringurinn ekkert ósvipaður og þá en þá voru fuglarnir fjórir og pörin fjórtán.
Kristján Benedikt keppir í flokki 16 - 18 ára en hann er á yngsta ári í flokknum. Hann hefur þrisvar áður keppt á Unglingalandsmóti og hefur ávallt unnið sinn flokk og setti meðal annars vallarmet á Selfossi þegar mótið fór þar fram fyrir þremur árum síðan.
Með því að smella hér má skoða stöðuna eftir fyrsta hring