Síðustu helgi fór fram Unglingalandsmót UMFÍ og fór golfmótið fram á Silfurnesvelli, Golfklúbb Hornafjarðar. Í mótinu voru tveir kylfingar frá Golfklúbb Akureyrar, en það voru þeir Fannar Már Jóhannsson og Aðalsteinn Leifsson, og kepptu þeir í flokki 14-15 ára. Leiknir voru tveir hringir og léku þeir af rauðum teigum í mótinu. Þeir stóðu sig báðir mjög vel, en árangur þeirra var eftirfarandi:
Aðalsteinn Leifsson - 76 högg og 78 högg - 2. sæti
Fannar Már Jóhannsson - 80 högg og 81 högg - 3. sæti
Golfklúbburinn óskar strákunum til hamingju með flottan árangur. Nánari úrslit mótsins má finna á hér.