Unglingamót Keilis hófst í gær en spilaðar voru 36 holur í gær og svo 18 holur í dag.
GA sendi 8 keppendur til leiks, fimm stráka og þrjár stelpur.
Í piltaflokki 15-18 er Veigar Heiðarsson á toppnum á samtals sjö höggum undir pari! Veigar spilaði fyrri hringinn á pari vallarins og seinni á sjö undir pari eða 65 höggum. Veigar setti um leið vallarmet af teigum 57 á Hvaleyrarvellinum. Hann hefur fimm högga forystu fyrir lokahringinn. Ólafur Kristinn spilaði hringina tvo á 81 og 85 höggum og er í 28. sæti á 22 höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina.
Patrekur Máni 83-89, Finnur Bessi 91-83 og Viktor Skuggi 92-94 komust ekki í gegnum niðurskurð og hafa því lokið leik.
Í stúlknaflokki lék Bryndís Eva besta golf GA keppenda en hún lék á 73 og 76 höggum og er í 4. sæti eftir fyrstu tvo hringina á 5 höggum yfir pari og 8 höggum frá toppsætinu fyrir lokahringinn. Björk Hannesdóttir lék á 81-80 höggum og Lilja Maren á 79-87 og komst ekki í gegnum niðurskurð.
Hér er hægt að fylgjast með gangi mála á lokahringnum.
Við óskum okkar krökkum góðs gengis.