Hér á Jaðri í Sveitakeppni pilta 18 ára og yngri spilaði sveit GA á móti GM og vann þann leik 3-0, Tumi og Kristján unnu tvímenninginn og Víðir og Stefán fjórmenninginn. Sveit GA/GHD/GÓ tapaði 3-0 á móti GKG. Aðalsteinn og Þorgeir töpuðu 1/0 í fjórmenning, Aron Elí 5/4 og Arnór Snær 2/1. Sameiginleg sveit GA og GH tapaði 3-0 á móti GKG-B sveit. Öll liðin okkar eiga leik í fyrramálið, GA á móti GK-B sveit, GA/GHD/GÓ á móti GK-A sveit og GA/GH á móti GHG/GSG.
Í flokki 15 ára og yngri tapaði sveit GA 3-0 á móti GM, fjórmenningurinn með þá Brimar Jörva og Hákon Inga tapaði 7/6, Lárus Ingi 3/2 og Gunnar Aðalgeir á 21.holu. Strákarnir eiga leik í fyrramálið á móti GKG.
Í stúlknaflokki vann sameiginleg sveit GA og GÓ 2-1 sigur á GR, systurnar Guðrún Fema og Sara Sigurbjörnsdætur (GÓ) unnu fjórmenninginn 2/0, Andrea Ýr vann 6/4 og Ólavía tapaði 3/2. Þær eiga leik í fyrramálið á móti GR-B sveit.
Kvennasveit okkar í öldungaflokki tapaði 4-1 á móti Nesklúbbnum, Jakobína Reynisdóttir vann sinn leik á 20.holu. Þær eiga leik í fyrramálið á móti GM.
Við munum koma með frekar upplýsingar um gengi sveitanna á morgun og áhugasamir geta einnig fylgst með gangi mála á golf.is