Heimamaðurinn Karl Haraldur Bjarnason eða Halli Bjarna sigraði í punktakeppninni og atvinnukylfingurinn Jeffery L. Whitman frá Bandaríkjunum sigraði í höggleiknum á Arctic Open 2011. Karl Haraldur fékk 71 punkt, Hallgrímur T. Ragnarsson úr Keili varð annar með 70 punkta, þriðji var Jeffrey Whitman með 69 punkta, hann sigraði án forgjafar, lék á 147 höggum sem er fimm höggum yfir pari, Ólafur Gylfason golfkennari hjá GA varð annar á 148 höggum og þriðji var Kjartan Fossberg Sigurðson úr GA á 154 höggum.
Marólína G. Erlendsdóttir úr GR sigraði kvennaflokkinn spilaði á 188 höggum og Haraldur Júlíusson úr GA sigraði flokk kylfinga eldri en 55 ára, hann spilaði á 156 höggum.
Spiluð er liðakeppni samhliða sem raðað er í af handahófi og sigurliðið skipaði Árni Már Harðarsson, Hallgrímur R. Tómasson, Gunnlaugur Kári Guðmundsson og Heimir Bergmann Hauksson fengu þeir 200 punkta.
Þessu 25. Arctic Open móti lauk formlega með lokahófi og verðlaunaafhendingu í gærkvöldi þar sem kylfingar og gestir skemmtu sér fram á nótt.