Mótið heppnaðist vel.
Í gær lauk Hjóna- og Parakeppni GA, Lostætis og Islandía Hótels Núpa en þetta var í sjöunda sinn sem mótið var haldið. Alls tóku 172 kylfingar þátt, þ.e. 86 pör. Í mótinu voru leiknir tveir hringir, og var leikið betri bolta fyrri daginn og Greensome seinni daginn. Veðrið var nokkuð gott á meðan mótinu stóð, en það var lítill vindur alla helgina og skýjað. Í gærkvöldi var svo haldið lokahóf og þar bauð Lostæti þátttakendum upp á glæsileg kvöldverð. Glæsileg verðlaun voru í boði. Sigurvegararnir hlutu að launum ferð fyrir 2 til Ameríku með Icelandair, glæsilegar hótelgistingar voru í boði ásamt fjölda annarra verðlauna. Vill Golfklúbburinn þakka öllum þeim sem styrktu þetta flotta mót, sérstaklega eigendum Lostætis og eigendum Islandía Hótels Núpa.
Úrslit voru eftirfarandi:
1.sæti - Brynja Herborg Jónsdóttir og Jason James Wright - 129 högg (63 og 66)
2.sæti - Irma Mjöll Gunnarsdóttir og Guðjón Bragason - 132 högg (62 og 70)
3.sæti - Guðrún R. Kristjánsdóttir og Ómar Örn Ragnarsson - 132 högg (61 og 71)
4.sæti - Anna Einarsdóttir og Arinbjörn Kúld - 132 högg (60 og 72)
5.sæti - Eygló Birgisdóttir og Hjörtur Sigurðsson - 133 högg (62 og 71)
Föstudagur 9. ágúst
Næst holu á 4.braut - Ásgeir Ásgeirsson - 89 cm
Næst holu á 6. braut - Ragnar P Hannesson - 2.97 m
Næst holu á 11. braut - Christian Emil Þorkelsson - 2.00 m
Næst holu á 14. braut - Hjörtur Sigurðsson - 49 cm
Næst holu á 18. braut - Guðbjörg Helga Birgisdóttir - 2.11 m
Lengsta teighögg karla á 15. braut - Valur Valdimarsson
Lengsta teighögg kvenna á 15. braut - Elísabet K Jósefsdóttir
Laugardagur 10. ágúst
Næst holu á 4.braut - Stefanía M Jónsdóttir - 1.94 m
Næst holu á 6. braut - Björgvin Þorsteinsson - 1.47 m
Næst holu á 11. braut - Pétur Thorsteinsson - 96 cm
Næst holu á 14. braut - Ingi Hlynur Sævarsson - 1.38 m
Næst holu á 18. braut - Sólveig Leifsdóttir - 1.67 m
Lengsta teighögg karla á 15. braut - Jason Wright
Lengsta teighögg kvenna á 15. braut - Elísabet K Jósefsdóttir