Nú er fyrsta móti sumarsins lokið. Fór það fram í dag í fínu veðri og það voru rétt um 60 kylfingar sem tóku þátt og skemmtu sér vel.
Svo gerðist sá skemmtilega atburður í dag að hún Sólveig Erlendsdóttir fór holu í höggi á 18 braut og er þetta í fyrsta skipti sem hún fer holu í höggi. Óskum við henni kærlega til hamingju með inngönguna í Einherjaklúbbinn.
Keppnisfyrirkomulag dagsins var höggleikur með og án forgjafar ásamt því að veitt voru verðlaun fyrir að vera næstur holu á fjórðu og elleftu braut.
Úrslit dagsins má sjá hér að neðan:
Högguleikur með forgjöf:
1. sæti. Orri Björn Stefánsson á 62 höggum nettó.
2. sæti. Svanlaugur Jónasson á 66 höggum nettó.
3. sæti. Viðar Valdimarsson á 68 höggum nettó.
Höggleikur án forgjafar:
1. sæti. Sigurður H. Ringsted á 80 höggum (betri á seinni níu)
2. sæti. Víðir Steinar Tómasson á 80 höggum.
3. sæti. Vigfús Ingi Hauksson á 81 höggi (betri á seinni níu).
Næstur holu á fjórðu braut: Jónas Jose Mellado. 1,85 m.
Næstur holu á elleftu braut: Rúnar Antonsson. 2,59 m.
Hægt er að nálgast vinningana á skrifstofu GA frá og með næstkomandi mánudegi.
Óskum við vinningshöfum dagsins kærlega til hamingju með árangur dagsins og þökkum öllum þeim sem mættu í þetta fyrsta mót sumarsins.