Mikil og jöfn keppni var í mótinu í dag
Anna Einarsdóttir sigraði púttaði einungis 27 sinnum á 18 holum, í 2 sæti einnig á 27 höggum var Brynja Herborg Jónsdóttir, þegar talið var til baka hafði Anna 6 ása en Brynja 5.
Í 3 sæti með 28 pútt var Lárus Ingi Antonsson, Þorvaldur Jónsson var líka með 28 pútt en Lárus hafði betur þegar talið var til baka á seinni 9.
Að launum fengu þau Gjafabréf á Bautann eða La Vita e Bella
Fyrirkomulagið í dag var þannig að 4 efstu sæti í karla, kvenna- og unglingaflokki úr mótum vetrarins höfðu þátttöku rétt.