Um hádegi kláruðust byrjendaflokkar Meistaramóts GA 2013, í blíðskaparveðri. Leiknar voru seinni 9 í dag og í gær, og stóðu allir þátttakendur sig glæsilega. Lokahóf var svo haldið klukkan 13:00 eftir seinni hringinn, þar sem verðlaun voru veitt. Einnig sá Anton Ingi um að grilla pylsur ofan í liðið, sem skolaði því niður með ísköldum Svala. Í dag voru um 20°C, sól og hægur vindur, og því voru aðstæður hinar glæsilegustu. Hér fyrir neðan má sjá hvernig mótið endaði.
Golfklúbbur Akureyrar þakkar öllum fyrir þátttökuna í mótinu og óskar krökkunum til hamingju með árangurinn.
Krakkar - sérteigar
Stelpur – rauðir teigar
Strákar – rauðir teigar