Ólafur golfkennari vann mótið á 8 höggum undir pari.
Fyrsta púttmótið var haldið á sunnudaginn og mættu 63 kylfingar til leiks. Jafnframt 1. mótið á nývígðum Dúddisen vellinum. Tilgangur mótsins var að safna fyrir sjónvarpi í nýju félagsaðstöðuna og gekk söfnunin og mótið vel í alla staði og þökkum við það fyrst og fremst frábærri þátttöku kylfinga GA og þeim aðilum sem að mótinu stóðu en þeir voru með fullt borð af glæsilegum verðlaunum.
Óli kennari vann mótið lék á 8 höggum undir pari, Vigfús Ingi lék á 7 höggum undir pari. Jafnir í 3. - 5. sæti voru Ævarr Freyr, Þórir V. Þórisson og Skúli Eyjólfsson á 6 höggum undir pari og jafnir í 6. - 7. sæti voru þeir Jason Wright og Þorvaldur Jónsson.
Þá voru veitt verðlaun fyrir besta skor í unglingaflokki og þau hlaut Stefán Einar Sigmundsson en hann lék á 5 höggum undir pari og í kvennaflokki og þar lék Brynja Herborg Jónsdóttir best eða á 4 höggum undir pari.
Til stendur að halda annað mót en það vantar herslumuninn að ná inn fyrir sjónvarpstækinu og verður það auglýst fljótlega.
Sjá myndir í myndasafni.