Siggi Sam og Eiður 11 undir.
Nú var leikinn betri bolti og var þátttaka mjög góð og skorið mjög gott. Voru menn að tala um að völlurinn væri kannski heldur léttur en málið er það að menn eru bara orðnir svo góðir að pútta við þessar góðu aðstæður.
Sigurður Samúelsson og Eiður Stefánsson sigruðu mótið voru á 11 undir eða 25 höggum, í 2.sæti voru Finnur Bessi Sigurðsson og Björn Axelsson á 26 höggum og í 3. sæti feðgarnir Anton Ingi Þorsteinsson og Lárus Ingi Antonsson einnig á 26 höggum.
Ennfremur voru veitt verðlaun fyrir flesta ása og voru þeir Sigurður Samúelsson og Anton Ingi Þorsteinsson báðir með 9 ása og fóru þeir í 6 holu bráðabana og var það Anton sem sigraði á síðustu holunni.
Keppendur fengu allir gjafabréf í verslun A4 hér á Akureyri. Þökkum við þeim fyrir stuðninginn.