Karlasveit GA lék sinn 3. leik í dag í mikilvægri viðureign gegn Leyni um 3. sæti riðilsins. Strákarnir spiluðu flott golf gegn andstæðingunum frá Akranesi og sigruðu viðureignina 4-1.
GA 4 - 1 GL
Eyþór Hrafnar Ketilsson og Víðir Steinar Tómasson tapa 1/0
Mikael Máni Sigurðsson og Óskar Páll Valsson sigra 3/1
Örvar Samúelsson sigrar 1/0
Lárus Ingi Antonsson sigrar 6/5
Tumi Hrafn Kúld sigrar 1/0
Kvennasveit GA hóf sitt mót með látum og sigraði Nesklúbbinn 2-1. Þær spila við Golfklúbb Grindavíkur kl 15:00 í seinni viðureign dagsins. Ennþá nóg eftir og stelpurnar í flottum málum, en markmiðið er auðvitað að komast upp um deild.
GA 2 - 1 Nesklúbburinn
Kara Líf Antonsdóttir og Lana Sif Harley tapa 4/3
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir sigrar 5/3
Andrea Ýr Ásmundsdóttir sigrar 7/6