Í dag fór fram 9 holu golfmót á Jaðri. Sem er svo sem ekki frásögum færandi, nema fyrir það að í dag er 15. nóvember :)
Uppselt var í mótið og skemmtu allir sér konunglega við frábærar aðstæður. Veðrið var frábært, 10 stiga hiti og logn og völlurinn í flottu standi.
Þegar upp var staðið var það Karl Guðmundsson sem lék best í punktakeppninni og fékk hann 23 punkta. Í höggleiknum var það hann Kristján Benedikt sem lék best og kom inn á pari, 36 höggum. Óskum við þeim kærlega til hamningju með verðlaunin og frábæra spilamennsku.