Það var blíðskaparveður á Jaðri í gær þegar Haustmót GA fór fram, við vonumst til að veðrið verði áfram ágætt í október og við getum mögulega þá haldið fleiri Haustmót.
89 kylfingar mættu til leiks og spiluðu frábært golf oft á tíðum. Það var okkar golfkennari, Heiðar Davíð, sem spilaði nánast óaðfinnanlega í gær og skilaði inn besta skori í höggleik eða 65 högg, sex undir pari, og vann einnig punktakeppnina með 40 punkta.
Hér má sjá efstu þrjú sætin í punktakeppni og í höggleik. Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GA alla virka daga á milli 8-16.
Punktakeppni með forgjöf:
1.sæti: Heiðar Davíð Bragason 40 punktar
2.sæti: Richard Eiríkur Taehtinen 40 punktar
3.sæti: Haukur Heiðar Hauksson 39 punktar
Höggleikur án forgjafar:
1.sæti: Heiðar Davíð Bragason 65 högg
2.sæti: Veigar Heiðarsson 69 högg
3.sæti: Haukur Heiðar Hauksson 72 högg