Úrslit úr marsmóti Skógarbaðanna í Trackman

Í mars fór fram Marsmót Skógarbaðanna í Trackman hjá okkur og var þátttaka mjög góð.

41 karl tóku þátt og 20 konur og var gaman að sjá að fólk reyndi oftar en einu sinni að ná 1. sæti í mótinu!

Úrslit voru sem hér segir:
Karlar höggleikur með forgjöf:
1.sæti: Egill Örn Jónsson 69 högg (mánaðarkort í Skógarböðin)
2.sæti: Ágúst Már Þorvaldsson 70 högg (böð og brunch fyrir tvo)
Konur höggleikur með forgjöf:
1.sæti: Björk Hannesdóttir 67 högg (mánaðarkort í Skógarböðin)
2.sæti: Unnur Elva Hallsdóttir 69 högg (böð og brunch fyrir tvo)
Opinn flokkur höggleikur án forgjafar
1.sæti: Fannar Már Jóhannsson 68 högg (mánaðarkort í Skógarböðin)
2.sæti: Skúli Gunnar Ágústsson 68 högg (böð og brunch fyrir tvo)

Næsta mót mun koma inn í hermana í dag, aprílmót Skógarbaðanna.

Verðlaun verða fyrir eftirfarandi þar
Karlar höggleikur með forgjöf
1.sæti: Mánaðarkort í Skógarböðin
2.sæti: Böð og brunch fyrir tvo
Konur höggleikur með forgjöf
1.sæti: Mánaðarkort í Skógarböðin
2.sæti: Böð og brunch fyrir tvo
Opinn flokkur, höggleikur án forgjafar
1.sæti: Mánaðarkort í Skógarböðin
2.sæti: Böð og brunch fyrir tvo

Eins og áður kostar ekkert í mótið og kylfingar þurfa að vera með trackman forgjöf til að taka þátt og er mótið í gangi í allan marsmánuð.
Ef tveir kylfingar eru jafnir í verðlaunasæti er talið til baka, fyrst seinni 9, síðan síðustu 6, 3,2,1.

Við þökkum Skógarböðunum kærlega fyrir þeirra stuðning og kylfingum fyrir þátttökuna.