Í gær, miðvikudaginn 29. mars, var lokadagurinn í marspúttmótaröð barna- og unglinganefndar GA.
Fjölmargir hafa lagt leið sína í Golfhöllina á miðvikudagskvöldum og tekið þátt og styrkt þar í leiðinni barna- og unglinganefnd GA og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Spilað var Texas Scramble fyrirkomulag og töldu þrjú bestu mótin af fimm til verðlauna. Fór það svo að efstu þrjú sætin skipuðu eftirfarandi kylfingar:
1.sæti: Arnar og Egill - 171 högg
2.sæti: Arnsteinn og Einar Hólm - 173 högg
3.sæti: Anton Ingi og Kara - 173 högg
Þessir kylfingar fá verðlaun fyrir árangurin og verða þau veitt á morgun, föstudaginn 31. mars, í Golfhöllinni klukkan 16:00.
Barna- og unglinganefnd GA vill þakka kærlega fyrir þátttökuna og vonar að allir hafi skemmt sér vel við að púta.