Síðasti dagur meistaramótsins var spilaður í gær og mikil spenna ríkti í mörgum flokkum.
Eftir 3 góða daga rigndi loksins aðeins á keppendur í gær, sem létu það þó ekki á sig fá og skiluðu margir inn sínum besta hring í mótinu.
Um kvöldið var svo haldin verðlaunaafhending og lokahóf, þar sem spjallað var og hlegið langt fram á kvöld. Það voru auðvitað Vídalín veitingar sem sáu um veisluna og að allt gengi sem best, en þétt var setið af flottum GA kylfingum og mökum þeirra.
Sigurvegarar í meistaraflokki voru þau Örvar Samúelsson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, en þau voru bæði að sigra mótið í 5. skiptið! Frábær árangur.
Skemmtilegu móti lokið og var gaman að sjá góð skor og marga kylfinga taka þátt. Veðrið skemmdi ekki fyrir og völlurinn kominn í frábært stand, sem er alltaf gaman að sjá.
Í vikunni verður svo Golfgleði yngstu kylfinganna, og fylgjum við því eftir með stóru unglingamóti yfir helgina!
Akureyrarmeistarar 2019:
Meistaraflokkur karla: Örvar Samúelsson
Meistaraflokkur kvenna: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir
1. flokkur karla: Konráð Vestmann Þorsteinsson
1. Flokkur kvenna: Brynja Herborg Jónsdóttir
2. Flokkur karla: Atli Þór Sigtrygsson
2. Flokkur kvenna: Hrefna Svanlaugsdóttir
3. Flokkur karla: Ólafur Helgi Rögnvaldsson
3. Flokkur kvenna: Hrefna Magnúsdóttir
4. Flokkur karla: Jón Ragnar Pétursson
5. Flokkur karla: Daníel Skíði Reykjalín Ólafsson
50+ karla: Vigfús Ingi Hauksson
50+ kvenna: Unnur Elva Hallsdóttir
65+ karla: Heimir Jóhannsson
65+ kvenna: Sólveig Erlendsdóttir