Í gær, sunnudag, var hið bráðskemmtilega og stórglæsilega SKÍ Open mót hjá okkur á Jaðri.
Mótið er styrktarmót fyrir landsliðsfólk á skíðum og er spilað Texas Scramble. Þátttakendur voru 110 í mótinu og lék veðrið við kylfingana sem spiluðu við hvern sinn fingur á mótinu.
Á verðlaunaafhendingu eftir mót fengu eftirtaldir kylfingar verðlaun ásamt því að dregið var úr sjö skorkortum flott verðlaun.
Verðlaun SKÍ OPEN
Nándarverðlaun:
4. hola: Jason James 1,33 m
8. hola: Guðmundur Sveinbjörnsson 1,46 m
10. hola: Friðrik Gunnarsson, 83cm
11. hola: Ármann Viðar 3,21 m
14. hola: Jónas Halldór Friðriksson 3,77 m
18. hola: Ingvar Kristinn Hreinsson 1,52 m
Lengsta drive
6. braut: Stefanía Kristín
Úrslit
1.sæti: Þórhallur Pálsson og Tryggvi Jóhannsson, 63 högg - bestir síðustu 6 holur
2.sæti: Karl Hannes Sigurðsson og Sigurður Hreinsson, 63 högg – betri síðustu 3 holur
3.sæti: Andri Geir Viðarsson og Viðar Valdimarsson, 63 högg
4.sæti: Auðunn Aðalsteinn Víglundsson og Ásmundur Baldvinsson, 64 högg – betri seinni 9
5.sæti: Jón Steindór Árnason og Örn Viðar Arnarson, 64 högg
Við þökkum Skíðasambandi Íslands og þá sérstaklega Jóni Viðari Þorvaldssyni fyrir frábært samstarf og óskum skíðafólki okkar góðs gengis á komandi tímabili.