Úrslit úr World Class Open

World Class Open fór fram á laugardaginn í blíðskaparveðri hér á Jaðarsvelli og var vel mætt í mótið en rétt um 120 keppendur mættu til leiks. 

Sem fyrr voru verðlaun veitt fyrir 5 efstu sætin ásamt nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.

Úrslit voru sem hér segir en verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GA.

1.sæti: Hallgrímur Már Arason og Jón Svavar Árnason 56 högg
2.sæti: Alexander Arnar Þórisson og Egill Anfinnsson Heinesen 57 högg
3.sæti: Arnar Þór Fylkisson og Pétur Már Guðmundsson 58 högg
4.sæti: Finnur Bessi Sigurðsson og Skúli Eyjólfsson 59 högg (bestir síðustu 6)
5.sæti: Konráð Þór Sigurðsson og Sigríður Guðmundsdóttir (betri síðustu 9)

Nándarverðlaun:
4. hola: Gísli Páll Helgason 182 cm
8. hola: Viðar Jónsson 160 cm
14. hola: Tumi Hrafn Kúld 182 cm
18. hola: Arnar Freyr Viðarsson 243 cm

Við þökkum World Class fyrir samstarfið og hlökkum að sjá ykkur á vellinum.