Í gær 1. nóvember var undirritaður samningur um útleigu á veitingarekstri Golfklúbbs Akureyrar.
Leigutaki er Jón Vídalín Ólafsson matreiðslumeistari. Jón er reynslubolti í faginu, hann hefur komið víða við, kokkað í um 25 ár og um árabil rak hann Pizza 67 ásamt fleiri stöðum. Nú síðast vann hann að þróunarmálum hjá Ektafiski.
Golfklúbburinn og Vídalín veitingar líta á þetta sem samvinnuverkefni og vilja báðir aðilar með þessu samstarfi reyna að auka tekjumöguleika og fjölbreytni í öllum rekstri með því t.d. að standa fyrir sérstökum viðburðum fyrir félagsmenn s.s. jólahlaðborð, þorrablót o.fl. yfir vetrarmánuðina og eru allar frekari hugmyndir þar að lútandi vel þegnar. Ennfremur að breyta áherslum og auka vöruúrval í veitingasölu yfir sumarmánuðina.
Hér fylgir með smá kynning á Vídalín Veitingum.
Vídalín Veitingar er veisluþjónusta stofnuð af Jóni Vídalín matreiðslumeistara sem er með yfir 25 ára starfsreynslu á sviði matargerðar.
Starfsfólk Vídalín Veitinga hefur mikla faglega reynslu í öllu sem snýr að veisluhaldi, skipulagi í veitingum og þjónustu. Það leggur allan sinn metnað og kunnáttu í að gera veislurnar eftirminnilegar og sem bestar fyrir þig.
Vídalín Veitingar býður upp á fjölbreytt úrval veisluveitinga fyrir öll tilefni bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar stefna er að framreiða bragðgott augnakonfekt á hagkvæman hátt gegn sanngjörnu verði.
Vídalín Veitingar býður viðskiptavinum sínum upp á að fá veisluna senda heim sniðna að þínum þörfum og flutt á staðinn. Matreiðslumaðurinn mætir með veitingarnar, ber hann fram og gengur frá á eftir. Með þessu losnar þú við allt umstang og lætur dekra við þig.
Vídalín Veitingar er með höfuðstöðvar að Jaðri(Golfskáli). Salurinn tekur 170-190 manns í sæti og 270 í standandi, hægt að hólfa hann niður fyrir minni hópa. Salurinn er tilvalin fyrir bæði minni og stærri fundi og einnig ráðstefnur.
Borðbúnaður fylgir öllum veislum sem sendar eru úr húsi og að sjálfsögðu þrífum við hann að lokinni veislu.
Endilega verið í sambandi og við gerum tilboð í veislu fyrir ykkur.
Einfaldara getur það ekki verið!
Upplýsingar gefur Jón Vídalín
Sími: 897 0162
Netfang: vidalinj@simnet.is