Veðurguðirnir eru okkur mjög hliðhollir þetta vorið.
Mikil sól og hiti hefur verið núna síðustu daga og margir að spila völlinn, veðurspáin er eins næstu daga. Verið er að vinna í vorverkum á öllum vígstöðvum , mikil áhersla lögð í vinnu við flatir.
Mikið er rætt um vökvun á Jaðarsvelli þessa dagana þar sem mönnum þykir flatir þurrar.
Viljum við uppfræða félagsmenn og segja frá því að vökvun er keyrð á nóttinni, er ad enda uppúr kl. 8.00 að morgni. Vökvað er lika yfir daginn en það þarf að gera handvirkt vegna þess hversu mikil umferð er um völlinn.
Yfirborð flatanna er fljott ad þorna en nægur raki helst í rótarkerfinu að sögn vallarstjóra.