Veigar mun hefja nám í East Tennessee State University haustið 2025 og leika golf í liði skólans á skólastyrk í fjögur ár.
Veigar hafði skoðað nokkra háskóla í Bandaríkjunum en ákvað á endanum að semja við ETSU sem er öflugur háskóli í golfinu.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem varð Íslandsmeistari í golfi 2019, spilaði fyrir skólann frá 2012-2016.
Við óskum Veigari til hamingju og verður gaman að fylgjast með honum á erlendri grundu.