Titleist unglingaeinvígið fór fram á Hlíðavelli hjá GM þann 16. september en var þetta í 18. skiptið sem mótið er haldið.
Bestu kylfingum landsins í unglingaflokki er boðið til leiks og var hörð baráttan um titilinn þetta árið. Það fór svo að okkar maður hann Veigar Heiðarsson tryggði sér sigurinn á lokaholu einvígsins og fékk að launum nýjasta driverinn frá Titleist í verðlun, Titleist TSr. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, varð í öðru sæti og Heiðar Snær Bjarnason, GOS, í þriðja sætið.
Er þetta í fyrsta skiptið sem kylfingur frá GA sigrar Titleist unglingaeinvígið.
Við hjá GA óskum Veigari innilega til hamingju með frábæran árangur.