Í dag fóru fram úrslitaleikir og leikir um 3. sætið í Íslandsmóti unglinga í holukeppni.
Hrein GA viðureign var um titilinn í flokki 17-18 ára þar sem Veigar og Valur Snær mættust. Þeir félagar léku vægast sagt stórkostlegt golf og voru samtals 19 höggum undir pari eftir 16 holur þegar viðureigninni lauk. Veigar var þá 11 undir pari og Valur 8 undir pari en var það Veigar sem hafði betur 3/2. Glæsilega gert hjá strákunum okkar og skemmtilegt að hafa GA viðureign í úrslitum og óskum við Veigari til hamingju með gullið og Val með silfrið.
Í flokki stráka 13-14 ára hafði Arnar Freyr Viðarsson betur í leiknum um 3. sætið gegn Halldóri Jóhannssyni úr GK 2/1 og bronsið því staðreynd fyrir Arnar Frey, frábærlega gert hjá Arnari og vel spilað mót.
Embla Sigrún sigraði sína viðureign einnig um bronsið sannfærandi 4/3 og endaði því í 3. sæti í flokki 12 ára og yngri, glæsilegt mót hjá Emblu og framtíðin björt hjá henni.
Kristófer Áki tapaði sínum leik um bronsið 2/1 og endaði því í 4. sæti, flott mót hjá Áka sem mun svo sannarlega mæta tvíefldur til leiks á næsta ári.
Mótið flott hjá GA krökkunum okkar sem við erum svo sannarlega stolt af og hlökkum til að fylgjast með í framtíðinni.