Veigar keppir á R&A Amateur 18 ára og yngri

Þessa dagana er Veigar Heiðarsson staddur á Englandi en hann hefur leik í dag á R&A Amateur mótinu en keppt er á tveimur völlum vð borgina Leeds á Englandi.

Mótið á sér langa sögu og á því keppa sterkustu áhugakylfingar heims en fjórir Íslendingar keppa í ár, í piltaflokki þeir Veigar Heiðarsson, Skúli Gunnar Ágústsson og Markús Marelsson og Perla Sól Sigurbrandsdóttir keppir í stúlknaflokki. 

Fyrirkomulagið er þannig að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur og komast 64 efstu áfram í holukeppni sem tekur þá við en 144 keppendur eru í mótinu í piltaflokki og 144 í stúlknaflokki. 

Hér má nálgast rástíma og stöðu í piltaflokki

Við óskum Veigari og íslensku keppendunum góðs gengis í mótinu.