Veigar og Bryndís eru farin af stað á EM landsliða

Evrópumót stúlkna og pilta hófst í dag og eru okkar krakkar í sviðsljósinu þar en þau Bryndís Eva og Veigar eru bæði erlendis um þessar mundir að keppa. Spiluð er ein umferð af höggleik áður en liðunum er raðað niður í riðla.

Bryndís Eva spilaði hringinn í dag á 81 höggi eða 11 höggum yfir pari. Hún fékk 10 pör, 6 skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan en Bryndís situr í 100.sæti í höggleiknum en ennþá eiga töluvert margir kylfingar eftir að ljúka leik. Þrjár af sex stúlkunum sem spila fyrir Ísland hafa lokið leik en Auður Bergrún spilaði þeirra best á 79 höggum og Fjóla Margrét á 92 höggum.
Hér má sjá stöðuna í mótinu hjá stelpunum.

Veigar lék í dag á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari og er á besta skori íslensku strákana sem hafa lokið leik, Arnar Daði lék á 78 og Markús Marelsson á 79 höggum. Ennþá eru þrír strákar eftir að klára en Skúli Gunnar er einu höggi yfir pari eftir fyrri 9 holur dagsins. 
Hér má sjá stöðuna hjá strákunum.

Við óskum íslensku krökkunum góðs gengis og verður gaman að fylgjast með framvindu mála næstu daga.