Vetrarmótaröð GA

Vetrarmótaröð GA 2016

Í vetur munum við standa fyrir skemmtilegri vetrarmótaröð í E6 golfherminum (Trackman). 
Keppt verður í tveggja manna liðum og er spiluð foursome holukeppni (annað hvert högg) með ¾ forgjöf. 
Hámarskforgjöf leikmanna er 24 hjá körlum og 36 hjá konum. 
Liðunum verður svo skipt uppí riðla, eftir fjölda þátttakenda og spila öll liðin innbirðis í hverjum riðli. 
Tvö efstu liðin úr hverjum riðli, að lokinni riðlakeppninni fara svo áfram í úrslitakeppni (t.d. 8 liða úrslit)

  • Stefnum að því að hafa nokkra 4-5 liða riðla
  • Þannig fær hvert lið að spila a.m.k. 3-4 leiki
  • Fursome holukeppni (¾ forgjöf), tekur um 1,5 klst. að spila 18 holur
  • Leiktími hverns leiks bókast í sameiningu af liðunum sem mætast hverju sinni
  • Ákveðin lokadagsetning sett á hverja umferð
  • 1 stig hlýst fyrir sigur á hverjum leik, hvort lið fær ½ stig við jafntefli.
  • Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara svo áfram í úrslitakeppni


Skráning liða, með fullu nafni, kennitölu og forgjöf beggja leikmanna sendist á sturla@gagolf.is fyrir 20. desember. 
Þáttökugjald er kr. 10.000 kr. á hvert lið og þá innifalin öll notkun á Trackman herminum á meðan keppninni stendur.
Gjaldið skal greiða til GA fyrir 31. Desember.  
Fyrsta umferð verður svo leikin frá og með 4. Janúar

Mætum öll í skemmtilega mótaröð  i vetur!