Vinur á Vin.............
Góðir GA félagar
Nýliðanefnd ásamt stjórn klúbbsins hefur nú í vetur verið með sérstakt átak til að fjölga félögum í klúbbnum, markmiðin eru stór og metnaðarfull.
Til að kynna klúbbinn og félagstarfið, inniaðstöðuna og námskeiðahald fengum við N4 í lið með okkur ásamt því að bjóða upp á opna daga í inniaðstöðunni , Óli er með 2 byrjendanámskeið í gangi sem fullt er á og ný í burðarliðnum. Einnig er námskeið í gangi 7 – 10 ára barna.
En betur má ef duga skal..................
Nú þarf GA á okkur félagsmönnum að halda, auðveldasta leiðin fyrir GA til að auka tekjur er að fjölga félögum. þess vegna leitum við til ykkar og blásum til átaks í fjölgun nýliða. VINUR Á VIN .
Við hvetjum alla til að taka þátt, markmiðið er að átakið skili okkur 100 nýjum GA félögum árið 2012.
Fyrirkomulag:
Átakið hefst núna og stendur til 5 júlí 2012. GA félagar þið finnið einhvern vin, vinnufélaga eða skyldmenni sem ekki eru í GA og hefur áhuga á að kynna sér golf. Þið skráið ykkur og nýliðann saman á skrifstofu GA eða sendið póst á gagolf@gagolf.is . þið takið svo þennan einstakling í „fóstur“ með því að kynna fyrir honum það sem GA hefur upp á að bjóða, svo sem námskeið, inniaðstöðuna , helstu golfreglur, golfvöllin, og að sjálfsögðu spilið með viðkomandi.
Allir nýliðar sem skráðir eru í þetta átak og fara á nýliða námskeið hjá Óla fá kr. 12.000.- í afslátt (Námskeiðsgjaldið) af ársgjaldi GA 2012 með því að framvísa kvittun frá Óla við skráningu í GA fyrir 5. júlí.
Happapottur
Fyrir GA félaga til að komast í happa pottinn þarf hans nýliði að vera orðinn félagi í GA fyrir 5. júlí 2012.
Í lok sumars verður haldið Texas scramble golfmót þar sem GA félagi og nýliði spila saman Vinur á vin, veitt verða verlaun fyrir 5 efstu sætin.
Síðan fara nöfn þeirra GA félaga sem koma nýliðum sínum alla leið í pott sem dregið verður úr i mótslok. Potturinn stækkar eftir fjölda þeirra nýliða sem skráðir verða í GA undir þessu átaki.
100 nýliðar eða fleiri. 10 heppnir GA félagar dregnir út.
3 x 25.000 kr afsláttur af árgjaldi GA fyrir 2013
3 x miðar á Arctic Open 2013
4 x miðar á meistaramót GA 2013
50 nýliðar eða fleiri. 7 heppnir GA félagar dregnir út.
2 x 25.000 kr afsláttur af árgjaldi GA fyrir 2013
2 x miði á Arctic Open 2013
3 x miðar á meistaramót GA 2013
Færri en 50 nýliðar. 5 heppnir GA félagar dregnir út
1 x 25.000 kr afsláttur af árgjaldi GA fyrir 2013
2 x miði á Arctic Open 2013
2. miðar á meistaramót GA 2013