VITAgolf Open

Í tilefni af fyrirhugaðri golfferð  til Islantilla næsta vor í beinu leiguflugi  með ICELANDAIR frá og til Akureyri 7.-17. maí 2017 mun VITAgolf standa fyrir glæsilegu golfmóti á Jaðarsvelli,  laugardaginn 13. ágúst nk.

Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf og verður keppt í karla og kvennaflokki.

Hámarksforgjöf gefin er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Verðlaun eru eftirfarandi:

1. sæti í kvenna og karla flokki 100,000 kr. inneign í golfferð til Islantilla 7.-17. maí 2017

2. sæti í kvenna og karla flokki 60,000 kr. inneign í golfferð til Islantilla 7.-17. maí 2017

3. sæti í kvenna og karla flokki 40,000 kr. inneign í golfferð til Islantilla 7-17 maí 2017

4. sæti í kvenna og karla flokki 20,000 kr. inneign í golfferð til Islantilla 7. – 17. maí 2017.

 

 Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum er Spænskt Tapas kvöld (með úrval af víni innifalið) haldið í klubbhúsinu á Islantilla fyrir 2.

 

Dregið verður úr skorkortum í mótslok (kylfingar þurfa ekki að vera viðstaddir):

5 x 15,000 kr. inneign í golfferð til Islantilla 7.-17. mai 2017 fyrir karla

5 x 15,000 kr. inneign í golfferð til Islantilla 7.-17. mai 2017 fyrir konur

 

 VITAgolf vill koma því skýrt fram að öll  ofannefnd verðlaun gilda eingöngu í golffferðina frá Akureyri þann 7-17 maí 2017 og er ekki hægt að skipta upp í aðrar ferðir.

 

Peter Salmon og Signhild Borgthorsdóttir frá VITAgolf mun vera viðstödd og spila sem gestir í mótinu.

 

 

 

Skráning hafin á golf.is