Í dag ætla sjálfboðaliðar GA að leggja dúka yfir grínin klukkan 17:00 en þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur svo að grínin verði sem best í sumar þegar við opnum.
Sjálfboðaliðarnir ætla að hittast í vélaskemmunni klukkan 17:00 og fara af stað út á völl, því fleiri sem geta hjálpað því fljótlegra verður verkið.
Ef einhverjir hafa tök á að aðstoða geta þeir mætt upp í skemmu klukkan 17:00 eða haft samband við Bjarna formann, sem fer fyrir verkinu, í síma 660-1647.