Nú er nóg að gera hjá Steindóri og Daniel á vellinum, vorverkin komin á fullt með hækkandi sól.
Flatirnar eru búnar að vera alveg auðar í talsverðan tíma og í dag var borið á þær í annað sinn. Einnig var kveikt á vökvunarkerfinu og þær vökvaðar eftir áburðargjöfina. Það hefur verið mikill þurrkur undanfarið og því nauðsynlegt að koma vatni á þær.
Staðan á vellinum er heilt yfir mjög góð. Það er ennþá þónokkur snjór á vellinum en hann fer minnkandi dag frá degi í veðurblíðunni sem hefur herjað á okkur hér á Akureyri undanfarna daga.
Eins og þetta horfir við okkur núna þá eru einungis tvær flatir sem eru illa farnar, annað lítur mjög vel út. Þessar flatir eru sjöunda og átjánda og verður sett allt kapp í að koma þeim í stand sem fyrst.
Stefnt er að því að halda vinnudag þann 10 maí næstkomandi og biðjum við ykkur félagar góðir að taka daginn frá og koma og hjálpa til á golfvellinum okkar. Margar hendur vinna létt verk :)