Síðasta árið í framkvæmdum – þetta er að hafast!
22.04.2013
Eins og félagar og gestir GA vita hafa á undanförnum árum verið í gangi miklar framkvæmdir á vellinum okkar. Þær hafa eðliega valdið talsverðu raski og eru margir orðnir langeygir eftir því að þeim ljúki. Þess vegna er sérstaklega ánægjulegt að árið 2013 er síðasta stóra framvæmdaárið. Þegar því er lokið tekur við venjubundin umhirða og viðhaldsverkefni eftir því sem aðstæður kalla á hverju sinni. Hér á eftir fylgir yfirlit yfir helstu framkvæmdir í vor og haust.