Aron Snær með vallarmet og tveggja högga forskot
22.07.2016
Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni. Aron setti nýtt glæsilegt vallarmet í dag á Jaðarsvelli á Akureyri þar sem hann lék á 67 höggum eða -4. Aron er með tveggja högga forskot á Birgi Leif Hafþórsson úr GKG og Vikar Jónasson úr Keili.