Baráttan við klakann
04.01.2013
Veturinn hefur verið býsna áhugaverður það sem af er, þar sem snjókoma og hláka hafa skipst á. Fyrir jólin var svo komið að mikill klaki hafði safnast saman á vellinum og þar með talið flötunum. Vallarstjóri taldi eftir skoðun á flötum að mjög stutt væri í að skemmdir mundu myndast undir klakanum. Hann hefur þess vegna unnið að því að undanförnu að ryðja flatirnar, gata klakann og sandbera til að hraða bráðnun og minnka líkur á skemmdum.