Fréttir

Samstarfssamningar um Arctic Open

Undirritaðir hafa verið samstarfssamningar við Landsbankann og Flugfélag Íslands um framkvæmd Arctic Open í ár og munu fyrirtækin bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum sínum til mótsins.  Einnig koma þau að markaðssetningu mótsins sem gerir mögulegt að kynna það vel og gera það veglegt og áhugavert í alla staði. Á myndinni eru G. Ómar Pétursson og Jón Birgir Guðmundsson frá Arctic Open nefndinni, Birgir Svavarsson frá Landsbankanum og Árni Gunnarsson frá Flugfélagi Íslands.  

Samstarfssamningar um markaðssetningu og framkvæmd Arctic Open 2007

Undirritaðir voru í gær samningar við Landsbanka Ísland og Flugfélags Íslands um markaðssetningu og framkvæmd Arctic Open 2007

Fullbókað á mótið í ár

Nú þegar er fullbókað á Arctic Open mótið í ár.  Á þriðja hundrað manns hafa óskað eftir þátttöku en aðeins er mögulegt að taka við 160 - 170 kylfingum.  Áhugi á mótinu hefur aukist ár frá ári og er ljóst að skoða þarf alvarlega nýja útfærslu á mótinu svo anna megi eftirspurn. Stærsti hluti þátttakenda á mótinu í ár kemur á vegum fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum sínum. Gert er ráð fyrir að erlendir þátttakendur verði um 30 talsins.  

Opnun Jaðarsvallar

Jaðarsvöllur var opnaður eftir vel heppnaðan vinnudag í gær laugardag.

Gott gengi GA manna á Suðurnesjum

Viðar Þorsteinsson sigraði í flokki 55 ára og eldri.

 

Samstarfssamningur Edwins Rögnvaldssonar og Golfklúbbs Akureyrar

Stjórn Golfklúbbs Akureyrar undirritaði í gær samning við Edwin Rögnvaldsson varðandi yfirumsjón með áframhaldandi hönnun á Jaðarsvelli.

Fjölmennur og vel heppnaður vinnudagur

Fjöldi manns á öllum aldri mætti til vinnu.

Styrkjadagur Sparisjóðs Norðlendinga

Golfklúbbur Akureyrar fékk viðurkenningu frá Sparisjóði Norðlendinga.

Vinnudagur Þriðjudaginn 1. maí

Vinnudagur verður Þriðjudaginn 1. maí frá kl. 10

Vorverkin hafin hjá GA

Byrjað er að gata flatir.